Innlent

Vonar náttúrunnar vegna að tillaga sín verði samþykkt

BBI skrifar
Mynd/GVA
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Framsóknarflokksins, vill gera refaveiðar markvissari. Hann segir að í stað þess að vinna að friðun refa og skera alveg niður fjárveitingar til veiðanna hefði verið skynsamlegra að skipuleggja þær betur og gera markvissari.

Ásmundur lagði fram þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi á síðasta þingi. Tillagan var ekki tekin fyrir en hún verður lögð fram aftur á næsta þingi. „Ég vona bara náttúrunnar vegna að hún verði samþykkt," segir Ásmundur en hann hefur fundið fyrir jákvæðni úr öllum flokkum varðandi hana.

Í grein sem Ásmundur birti fyrir helgi sagði Ásmundur frá óhóflegri stækkun refastofnsins. Stofninn hefur að sögn Ásmundar meira en tífaldast á síðustu þrjátíu árum. „Æ algengara er að dýrbitið sauðfé finnist og fuglum hefur víða fækkað mikið," segir í greininni.

Í þingsályktunartillögu Ásmundar er gert ráð fyrir að engin landsvæði verði undanskilin refaveiðum, teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×