Innlent

Vetraráætlun Strætó tekur gildi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í gær. Vetraráætlun er því viku fyrr á ferðinni en vanalega og er það liður í að koma til móts við farþega með því að auka tíðni fyrr og ná fram úrbótum á leiðarkerfi farþegum til hagsbóta.

Á meðal þess sem breyttist með vetraráætluninni er að allar leiðir, sem aka á kvöldin, munu aka klukkustund lengur. Þá hefst akstur klukkustund fyrr á laugardögum. „Notkun á Strætó eykst jafnan þegar sumarleyfi klárast og skólar hefjast. Með því að hefja vetraráætlun viku fyrr en vaninn er, vill Strætó leitast við að koma til móts við farþega með þeim úrbótum á leiðarkerfi sem vetraráætlun hefur í för með sér." segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs á vef fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×