Innlent

Missti hníf á fótinn á sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vikan var ekki slysalaus á Selfossi.
Vikan var ekki slysalaus á Selfossi.
Síðasta vika gekk ekki slysalaust fyrir sig á Suðurlandi í síðustu viku. Til að mynda lenti kona með fingur í hekkklippum og hlaut stóran skurð á fingurinn. Konan fór á slysavakt á heilsugæslunni á Selfossi þar sem nokkur spor voru saumuð í fingurinn. Maður slasaðist á höfði og braut tönn þegar hann datt á andlitið á tjaldsvæðinu í Miðdal. Karlmaður slasaðist við vinnu sína í Hótel Selfossi er hann missti taki á hníf sem stakkst í gegnum skó hans og í fótinn. Gert var að sári hans á heilsugæslunni á Selfossi. Þá féll tólf ára drengur féll úr efri koju á heimili sínu aðfaranótt sunnudags og hlaut höfuðáverka. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×