Innlent

Margir nota grænu hjólin í ljósmyndasamkeppni

BBI skrifar
Þátttakandi bregður á leik á sumarbekkjunum á sumargötunum.
Þátttakandi bregður á leik á sumarbekkjunum á sumargötunum. Mynd/Sumargötur
Nú keppist fólk um að fanga stemninguna á Sumargötum Borgarinnar með linsunni, enda stendur yfir ljósmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar. María Markó, vöruhönnuður, sem stendur fyrir verkefninu segir að fjöldi mynda hafi skilað sér en hvetur fólk til að nýta síðustu dagana og koma sínum myndum að. Keppninni lýkur 19. ágúst.

Keppnin er hluti af verkefninu Sumargötur sem felst í því að gera Laugaveg og Skólavörðustíg að göngugötum og glæða þær lífi í sumar. Hún hefur staðið yfir í sumar en lýkur á laugardaginn næsta.

„Fólk er búið að vera mjög duglegt. Margir senda inn grínmyndir af sjálfum sér á grænu hjólunum eða bekkjunum sem liggja á gangstéttunum," segir María.

Græna hjólið á Laugaveginum.Mynd/Valli
Fyrir bestu tvær myndirnar getur fólk unnið inneign í Spútnik eða Lomography myndavél frá Hrím. Myndunum má skila á facebook síðu verkefnisins eða netfangið sumargotur@hotmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×