Innlent

Bíll fluttur með krana af Reykjanesbraut eftir slys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á milli Lækjargötu og Kaplakrika um hálfþrjúleytið í dag. Óljóst er um tildrög og áverka en ein bifreið var flutt af vettvangi með kranabifreið.

Klukkan átján mínútur í tvö var tilkynnt um að reyk sem stigi upp frá þaki Réttarholtsskóla. Kom í ljós að verið var að vinna við þakið og hafði glóð komist í klæðningu. Litlar sem engar skemmdir urðu af völdum þessa, eftir því sem fram kemur í skilaboðum frá lögreglunni.

Þá var tilkynnt um eld í lyftara inni í húsi við Hvaleyrarbraut rétt fyrir klukkan þrjú. Mun hann hafa verið einskorðaður við lyftarann og ekki náð að breiðast út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×