Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Karen Kjartansdóttir skrifar 13. ágúst 2012 21:44 Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira