Sænska leiðin auðveldar útbreiðslu HIV Karen Kjartansdóttir skrifar 13. ágúst 2012 21:44 Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig." Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Sænska leiðin er líkleg til að auka útbreiðslu á HIV veirunni og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Formaður HIV-samtakanna segir lög ekki koma í veg fyrir vandann. Ræða þurfi um nýjar lausnir. Pye Jakobsson er stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi og verkefnastjóri HIV-samtakanna í Svíþjóð. Hún vinnur að því að draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal vændisfólks. Norrænu HIV-samtökin fengu Pye hingað til lands til að vera við gleðigönguna. Í fréttum okkar í gær gagnrýndi hún harðlega sænsku leiðina, sem gerir kaupanda vændis brotlegan við lög en sú leið hefur verið farin hér á landi. Hún segir lagasetninguna helst nýtast þeim sem stunda mansal og auka hættu á úrbreiðslu HIV-veirunnar. Þá vitnar hún til nýrrar skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí þar sem sænska leiðin er einnig talin til vansa. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, þekkir vel til gagnrýni á sænsku leiðinni. „Ég þekki hana frá Norðurlöndunum og það er greinileg fylgni þess nú að fólk í þessum aðstæðum verði frekar fyrir valdbeitingu og misnotkun af ýmsu tagi. Eins og til dæmis að fá ekki að nota verjur í kynlífi og þetta auki hættuna á smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum," segir Einar Einar segist ekki vilja mæla vændi bót á nokkurn hátt en ræða þurfi um vandann og mismunandi leiðir til að taka á honum á yfirvegaðan hátt. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að taka og leggja fram við yfirvöld hér og annar staðar hvernig fólk ætlar að vinna þessi mál. Því að lausnin er ekki sú að setja nógu mikil lög á málefnið því þau auka hættuna á að vandinn fari enn lengra ofan af yfirborðinu," segir hann. Líkir hann baráttunni við vændi við fíkniefnavandann þar sem þyngdar refsingar virðast ekki hafa dregið úr notkun fíkniefna. „Það er svo auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og segja, hér er þetta ekki svona hjá okkur og við skulum setja nógu mikið af reglum og þá losnum við við vandann. Það er ekki þannig."
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira