Innlent

Bifhjólamaður slasaðist á Vífilsstaðarvegi

GS skrifar
Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann missti stjórn á hjólinu á Vífilsstaðavegi um tíuleytið í gærkvöldi. Talið er að hann hafi beinbrotnað og var hann fluttur á Slysadeild Landspítalans. Tölur benda til að heldur færri bifhjólaslys hafi orðið í sumar, en undanfarin sumur.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×