Innlent

Strætóferðir milli Reykjavíkur og Selfoss vinsælar

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Valli
Að meðaltali fer 171 farþegi með Strætó á dag milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu í gær.

1200 farþegar taka leiðir 51 og 52 sem aka milli Reykjavíkur og Selfoss í hverri viku. Leiðin ekur 11 sinnum á dag fram og til baka milli staðanna. Fyrir farþega sem greiða staka ferð er fargjaldið 1400 kr. Flestir farþegar kaupa sér hins vegar kort og þá kostar ferðin 340 kr.

Strætóferðir hafa verið milli Reykjavíkur og Selfoss með þessu sniði síðustu þrjú ár. Hjá SASS er mikil ánægja með þennan farþegafjölda og reikna með að hann muni enn aukast.

Frá þessu var greint á vef Dagskrárinnar Fréttablaðs Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×