Innlent

Bjart og gott veður á menningarnótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það mun viðra vel fyrir maraþonhlaup á laugardaginn.
Það mun viðra vel fyrir maraþonhlaup á laugardaginn. mynd/ daníel.
Útlit er fyrir bjartviðri og hlýtt veður í Reykjavík um helgina. Fólk ætti því að geta notið veðurblíðu á menningarnótt, sem er á laugardaginn. „Það er milt veður framundan, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni.

Hún segir að á fimmtudag snúist hann í norðaustan átt og þá verði hlýjast á suðvestanverðu landinu og hitinn geti farið upp í 20 stig. Hugsanlega verði hafgola og þá verði aðeins kaldara. „Það lítur út fyrir bjartvirði á höfuðborgarsvæðinu um helgina og hlýtt. En upp úr helginni þá gæti farið að kólna," segir Helga Ívarsdóttir.

Á menningarnóttina sjálfa gæti verið örlítill vindur um daginn á höfuðborgarsvæðinu, svona 5-10 metrar á sekúndu, en hann muni lægja um kvöldið. Aftur á móti gæti þykknað örlítið upp um kvöldið. Það ætti þó að verða milt og gott veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×