Innlent

Stýrihópur starfar gegn lúpínunni

BBI skrifar
Mynd/GVA
Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar nú stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Þessar tegundir teljast ágengar, dreifa úr sér og ógna því lífríki sem fyrir er í vistkerfum.

Umhverfisstofnun hefur undanfarin ár unnið að því að sporna gegn frekari dreifingu þessara tegunda innan friðlýstra svæða.

Lúpínan er eflaust umdeildasta jurt landsins. Kostir hennar eru að hún kemst af í gróðurvana auðnum og örfoka landi þar sem aðrar plöntur eiga ekki lífsvon. Því þykir hún fyrirtaks landgræðsluplanta. Kraftur hennar er þó einnig helsti ókostur hennar. Hún gerist ágeng í náttúrunni og spillir tegundafjölbreytni.

Skógarkerfill hefur hins vegar ekkert landgræðslugildi en myndar þéttar breiður sem skyggja á og hindra vöxt annarra plantna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×