Þurfa að taka á sig 15 prósenta tekjuskerðingu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2012 18:31 Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá. Hótelrekendur þurfa að taka á sig fimmtán prósenta tekjuskerðingu ætli þeir að halda verðum óbreyttum þrátt fyrir hærri virðisaukaskatt. Hótelhaldari segir að taka þurfi tillit samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustuaðila því erlendir ferðamenn hafi um margt annað að velja. Algengt verð fyrir hótelherbergi er í dag í kringum 20 þúsund krónur, en með sjö prósent virðisaukaskatti gerir það 21400 krónur sem ferðamaðurinn greiðir. Með tilkomu hærri virðisaukaskatts ætti þetta verð að hækka upp í 25100 krónur en þar sem að margir ferðaþjónustuaðilar eru búnir að festa verð við erlenda samstarfsaðila fyrir næsta ár þurfa þeir að taka hækkun skattsins á sig sjálfa. Þannig fá þeir í raun einungis rúmar 17 þúsund krónur fyrir herbergi sem er þrjú þúsund krónum minna eða tæplega 15 prósent tekjuskerðing af hverju einasta herbergi. „Greinin er eiginlega sett í hálfgerða sjálfheldu vegna þess að ef hún reynir að hækka verðið til að mæta þessum kostnaðarauka mun það setja samkeppnishæfninga í allt aðra stöðu. Ef hún á að taka á sig 15% tekjuskerðingu, þá þýðir það að það mun hafa gríðarleg áhrif á hæfileika hennar til að ráða til sín fólk og halda uppi þeim dampi sem hún hefur verið að gera," segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá. Hann vísar því á bug að ferðaþjónustan hafi verið að starfa á ívilnunum eins og fjármálaráðherra hélt fram eftir fund með ferðaþjónustuaðilum í gær. „Það hefur komið fram að nánast öll lönd í Evrópu sem meta ferðaþjónustuna einhvers og þau störf sem hún skapar, þau láta hana vera í neðra skattþrepi og þau orð dæma sig algjörlega sjálf." Til dæmis er virðisaukaskattur á gistingu 8 prósent í Noregi og á Spáni og 7 prósent í Þýskalandi. Þá þykir mörgum það einnig skjóta skökku við að til dæmis dagsferðir fyrir ferðamenn hafi verið undanþegnar virðisaukaskatti í langan tíma. Finnst þér þá eðlilegt að þið séuð að borga lægri skatt en önnur fyrirtæki sem borga almennt séð 25,5 prósent virðisauka? „Þetta snýst ekki um það heldur hvort við séum með samskonar samkeppnisaðstöðu eins og aðrir aðildar erlendis sem við erum að keppa við. Gleymið því ekki að í þessu samhengi, nánast allir sem skila þessum fjármunum til ferðaþjónustunnar það eru erlendir ferðamenn, yfirgnæfandi fjöldi. Þeir hafa um mjög margt annað að velja, þeir koma ekkert endilega til Íslands út af því að hér er góð náttúra sem við erum stolt af heldur líka af því það hefur verið mjög hagkvæmt að koma til Íslands á undanförnum misserum." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Hótelrekendur þurfa að taka á sig fimmtán prósenta tekjuskerðingu ætli þeir að halda verðum óbreyttum þrátt fyrir hærri virðisaukaskatt. Hótelhaldari segir að taka þurfi tillit samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustuaðila því erlendir ferðamenn hafi um margt annað að velja. Algengt verð fyrir hótelherbergi er í dag í kringum 20 þúsund krónur, en með sjö prósent virðisaukaskatti gerir það 21400 krónur sem ferðamaðurinn greiðir. Með tilkomu hærri virðisaukaskatts ætti þetta verð að hækka upp í 25100 krónur en þar sem að margir ferðaþjónustuaðilar eru búnir að festa verð við erlenda samstarfsaðila fyrir næsta ár þurfa þeir að taka hækkun skattsins á sig sjálfa. Þannig fá þeir í raun einungis rúmar 17 þúsund krónur fyrir herbergi sem er þrjú þúsund krónum minna eða tæplega 15 prósent tekjuskerðing af hverju einasta herbergi. „Greinin er eiginlega sett í hálfgerða sjálfheldu vegna þess að ef hún reynir að hækka verðið til að mæta þessum kostnaðarauka mun það setja samkeppnishæfninga í allt aðra stöðu. Ef hún á að taka á sig 15% tekjuskerðingu, þá þýðir það að það mun hafa gríðarleg áhrif á hæfileika hennar til að ráða til sín fólk og halda uppi þeim dampi sem hún hefur verið að gera," segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá. Hann vísar því á bug að ferðaþjónustan hafi verið að starfa á ívilnunum eins og fjármálaráðherra hélt fram eftir fund með ferðaþjónustuaðilum í gær. „Það hefur komið fram að nánast öll lönd í Evrópu sem meta ferðaþjónustuna einhvers og þau störf sem hún skapar, þau láta hana vera í neðra skattþrepi og þau orð dæma sig algjörlega sjálf." Til dæmis er virðisaukaskattur á gistingu 8 prósent í Noregi og á Spáni og 7 prósent í Þýskalandi. Þá þykir mörgum það einnig skjóta skökku við að til dæmis dagsferðir fyrir ferðamenn hafi verið undanþegnar virðisaukaskatti í langan tíma. Finnst þér þá eðlilegt að þið séuð að borga lægri skatt en önnur fyrirtæki sem borga almennt séð 25,5 prósent virðisauka? „Þetta snýst ekki um það heldur hvort við séum með samskonar samkeppnisaðstöðu eins og aðrir aðildar erlendis sem við erum að keppa við. Gleymið því ekki að í þessu samhengi, nánast allir sem skila þessum fjármunum til ferðaþjónustunnar það eru erlendir ferðamenn, yfirgnæfandi fjöldi. Þeir hafa um mjög margt annað að velja, þeir koma ekkert endilega til Íslands út af því að hér er góð náttúra sem við erum stolt af heldur líka af því það hefur verið mjög hagkvæmt að koma til Íslands á undanförnum misserum."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira