Enginn bjór á landsleikjum í bráð Boði Logason skrifar 14. ágúst 2012 20:03 Þórir Hákonarson og Katrín Jakobsdóttir samsett mynd/vísir.is „Almennt séð er mín skoðun sú að íþróttir fara ekki saman með áfengi. Mér finnst betur fara á því að þessu sé ekki blandað saman, án þess að ég sé að taka afstöðu til þessa máls," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði á blaðamanafundi í gær að umræðan um hvort að selja eigi bjór á vellinum sé ekki ný af nálinni. „...Við erum smá risaeðlur í þessum málum. Þetta er leyft alls staðar annars staðar í heiminum en virðist voðalega erfitt á Íslandi," sagði hann. Katrín segir að ef knattspyrnusambandið ætlaði að selja bjór á vellinum þyrfti að sækja um vínveitingaleyfi fyrir því hjá innanríkisráðuneytinu. „Mér finnst eðlilegt að íþróttahreyfingin ræði þetta innan sinna raða. Það yrði þá stefnubreyting innan hreyfingarinnar," segir hún. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er bannað samkvæmt landslögum. Það er bannað að selja áfengi þar sem börn eru - end of story." Spurður hvort að þetta sé eitthvað sem íþróttahreyfingin ætti að ræða sín á milli, líkt og Katrín bendir á segir hann: „Það er bannað á öllum UEFA og FIFA-leikjum að selja áfengi. Það er bannað. Fyrir utan það er bannað að selja áfengi þar sem börn eru. Þú veist að það er aldurstakmark inn á vínveitingastaði? Það sama á við um þetta." Spurður hvort að annað gildi um áfengisveitingar sem boðið er upp á Laugardalsvelli fyrir útvalda í svokallaðri "VIP-stúku" vallarins. „Þar er heimilt að vera með það." Þórir bendir á að í nágrenni vallarins séu vínveitingastaðir sem gestir geta sótt fyrir leiki, ef þeir hafa áhuga á. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Almennt séð er mín skoðun sú að íþróttir fara ekki saman með áfengi. Mér finnst betur fara á því að þessu sé ekki blandað saman, án þess að ég sé að taka afstöðu til þessa máls," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði á blaðamanafundi í gær að umræðan um hvort að selja eigi bjór á vellinum sé ekki ný af nálinni. „...Við erum smá risaeðlur í þessum málum. Þetta er leyft alls staðar annars staðar í heiminum en virðist voðalega erfitt á Íslandi," sagði hann. Katrín segir að ef knattspyrnusambandið ætlaði að selja bjór á vellinum þyrfti að sækja um vínveitingaleyfi fyrir því hjá innanríkisráðuneytinu. „Mér finnst eðlilegt að íþróttahreyfingin ræði þetta innan sinna raða. Það yrði þá stefnubreyting innan hreyfingarinnar," segir hún. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að málið sé ósköp einfalt. „Þetta er bannað samkvæmt landslögum. Það er bannað að selja áfengi þar sem börn eru - end of story." Spurður hvort að þetta sé eitthvað sem íþróttahreyfingin ætti að ræða sín á milli, líkt og Katrín bendir á segir hann: „Það er bannað á öllum UEFA og FIFA-leikjum að selja áfengi. Það er bannað. Fyrir utan það er bannað að selja áfengi þar sem börn eru. Þú veist að það er aldurstakmark inn á vínveitingastaði? Það sama á við um þetta." Spurður hvort að annað gildi um áfengisveitingar sem boðið er upp á Laugardalsvelli fyrir útvalda í svokallaðri "VIP-stúku" vallarins. „Þar er heimilt að vera með það." Þórir bendir á að í nágrenni vallarins séu vínveitingastaðir sem gestir geta sótt fyrir leiki, ef þeir hafa áhuga á.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira