Stórlið Barcelona sýndi mátt sinn í fyrsta leik sínum í spænsku úrvalsdeildinni undir stjórn Tito Vilanova þegar liðið gjörsigraði Real Sociedad 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk og David Villa mætti aftur til leiks og skoraði.
Carles Puyol skoraði fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu strax á 4. mínútu. Úrúgvæinn Gonzalo Castro jafnaði óvænt metin fimm mínútum síðar en þá ákvað Messi slökkva í vonum gestanna.
Messi skoraði á 11. og 16. mínútu og ljóst var að Sociedad færi ekki með stig frá Nou Camp. Pedro skoraði fjórða mark Barcelona á 41. mínútu og staðan í hálfleik 4-1.
Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri enda úrslitin ráðin. Engu að síður bjuggu varamennirnir Andres Iniesta og David Villa til eitt mark í viðbót. Iniesta gaf á Villa sem skaut góðu skoti úr vítateignum í fjærhornið en Villa meiddist í Heimsmeistarakeppni félagsliða í desember 2011 og missti því af seinni hluta tímabilsins á Spáni og Evrópumeistaramótinu í sumar.
Það er gleðiefni fyrir alla knattspyrnu áhugamenn og ekki síður stuðningsmenn Barcelona að Villa sem mættur til leiks á ný.
Messi með tvö mörk í stórsigri Barcelona - David Villa skoraði

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

