Innlent

Skoða skipið sem strandaði í Vopnafjarðarhöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var Jón Sigurðsson sem tók þessa mynd af skipinu.
Það var Jón Sigurðsson sem tók þessa mynd af skipinu.
Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun.

Skipið sem er rúmlega 3000 lestir var að fara út eftir að hafa lestað frosnar afurðir á Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var kallaður út um tuttugu mínútum síðar til öryggis, en björgunarsveitamenn segja að lítil hætta hafi verið á ferðum og veðrið verið gott.

Þegar flutningaskipið tók niðri var há fjara svo um leið og tók að flæða og skipsverjar búnir að dæla vatni úr tönkum sem eru framalega í skipunu losnaði það af strandstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×