Erlent

Fundu einn af fjársjóðum sjóræningjans Henry Morgan

Fornleifafræðingar hafa fundið einn af fjársjóðum hins þjóðsagnakennda sjóræningja Henry Morgan á hafsbotni úti fyrir ströndum Panama.

Bæði kistur og sverð af einu af skipum Morgan fundust en leitað hefur verið að þessum munum undanfarin þrjú ár.

Það voru fornleifafræðingar frá ríkisháskólanum í Texas og River Systems stofnuninni sem fundu þennan fjársjóð að því er segir í frétt um málið á CNN.

Floti Henry Morgan var staddur við Panama árið 1671 þar sem hann réðist á Panamaborg en fjögur af skipum Morgans fórust í þeim bardaga. Fjársjóðurinn mun vera úr einu þeirra.

Fram kemur í frétt CNN að fornleifafræðingarnir telja að meira af fjársjóðum Morgan sé að finna þarna á hafsbotninum og verður leit því haldið áfram. Þeir munir sem þegar hafa fundist verða bráðlega til sýnis í Panamaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×