Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Erlenda parið, sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudagskvöld eftir bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði, liggur enn á gjörgæslu.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni er manninum haldið sofandi í öndunarvél og er líðan konunnar stöðug eftir atvikum og verður til eftirlits á gjörgæslu næstu daga.

Íslenskur karlmaður frá Ísafirði lést í slysinu.

Parið, sem er á þrítugsaldri, fengu far með bílnum á leið sinni um landið en slysið er nú í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×