Innlent

Lögreglan minnir ferðalanga á að passa húsin sín

BBI skrifar
Mynd/Daníel
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áhersla verður á eftirlit með eftirvögnum og kerrum og skráningu ökutækja. Jafnframt því mun lögregla halda úti eftirliti í hverfum á svæðinu eftir föngum.

Lögregla hvetur fólk sem hugsar sér til hreyfings um helgina að ganga tryggilega frá heimilum sínum og fá nágranna til að líta eftir húsnæðinu. Minnt er á mikilvægi þess að skilja verðmæti ekki eftir í augsýn.

Að lokum hvetur lögreglan fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. „Það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan," segir á facebook síðu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×