Afmælisbragur á Einni með öllu Boði Logason skrifar 2. ágúst 2012 14:42 Frá hátíðinni Ein með Öllu „Það er bara góð stemming fyrir hátíðinni enda veðurspáin með eindæmum góð alla helgina," segir Pétur Guðjónsson, talsmaður hátíðarinnar Einnar með Öllu sem fram fer á Akureyri um helgina. Í gær var strax komið mikið af fólki í bæinn og er tjaldsvæðið við Þórunnarstræti að verða fullt. „Við leggjum meira upp úr þessu í ár út af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar, þannig það verður svona smá afmælisbragur á þessu," segir Pétur. Hátíðin stílar mest inn á fjölskyldur og er dagskráin yfir helgina mjög fjölbreytt. „Við verðum með unglingadansleik fyrir krakka á aldrinum 14 til 16 ára. Það er til að mæta því að unglingarnir komi með mömmu og pabba á hátíðina. Við viljum alveg fá unglingana, en helst viljum við fá fjölskylduna í heild. Það verða skemmtanir á torginu, lystigarðinum - það verður gríðarlega mikið í gangi um allan bæ. Við reynum að vera líka svolítið frumleg," segir hann og bætir við að skemmtistaðirnir í miðbænum verði opnir fram á nótt, líkt og aðrar helgar. Ekki er vitað með vissu hversu margir hafa sótt hátíðina síðustu ár en Pétur segir að forsvarsmönnum hátíðarinnar gruni að aðsóknin verði góð. „Það hafa ekki verið neinar mælingar síðustu ár þar sem margir gisti á tjaldsvæðum og í heimahúsum. Þannig ég get engan veginn slegið á það. En við finnum það að bæjarbúar eru spenntari yfir því að vera heima." Og löggæslan verður í góðum málum. „Við erum í mjög góðu samstarfi við lögregluna í bænum. Það er náttúrlega góð gæsla í kringum viðburðina þar sem íþróttafélögin er við störf. Svo verður lögreglan með sinn viðbúnað. En síðustu ár hefur þetta gengið rosalega vel og gæslan verið fullnægjandi," segir hann að lokum. Hægt er að nálgast heimasíðu hátíðarinnar hér. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það er bara góð stemming fyrir hátíðinni enda veðurspáin með eindæmum góð alla helgina," segir Pétur Guðjónsson, talsmaður hátíðarinnar Einnar með Öllu sem fram fer á Akureyri um helgina. Í gær var strax komið mikið af fólki í bæinn og er tjaldsvæðið við Þórunnarstræti að verða fullt. „Við leggjum meira upp úr þessu í ár út af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar, þannig það verður svona smá afmælisbragur á þessu," segir Pétur. Hátíðin stílar mest inn á fjölskyldur og er dagskráin yfir helgina mjög fjölbreytt. „Við verðum með unglingadansleik fyrir krakka á aldrinum 14 til 16 ára. Það er til að mæta því að unglingarnir komi með mömmu og pabba á hátíðina. Við viljum alveg fá unglingana, en helst viljum við fá fjölskylduna í heild. Það verða skemmtanir á torginu, lystigarðinum - það verður gríðarlega mikið í gangi um allan bæ. Við reynum að vera líka svolítið frumleg," segir hann og bætir við að skemmtistaðirnir í miðbænum verði opnir fram á nótt, líkt og aðrar helgar. Ekki er vitað með vissu hversu margir hafa sótt hátíðina síðustu ár en Pétur segir að forsvarsmönnum hátíðarinnar gruni að aðsóknin verði góð. „Það hafa ekki verið neinar mælingar síðustu ár þar sem margir gisti á tjaldsvæðum og í heimahúsum. Þannig ég get engan veginn slegið á það. En við finnum það að bæjarbúar eru spenntari yfir því að vera heima." Og löggæslan verður í góðum málum. „Við erum í mjög góðu samstarfi við lögregluna í bænum. Það er náttúrlega góð gæsla í kringum viðburðina þar sem íþróttafélögin er við störf. Svo verður lögreglan með sinn viðbúnað. En síðustu ár hefur þetta gengið rosalega vel og gæslan verið fullnægjandi," segir hann að lokum. Hægt er að nálgast heimasíðu hátíðarinnar hér.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira