Innlent

Sólin hefur aldrei skinið meira í borginni

BBI skrifar
Borgarbúar voru duglegir að sleikja sólina í Nauthólsvík í sumar.
Borgarbúar voru duglegir að sleikja sólina í Nauthólsvík í sumar. Mynd/Stefán Karlsson
Reykvíkingar ættu flestir að vera sólbrúnir og sætir eftir sumarið því sólskinsstundirnar í Reykjavík síðustu þrjá mánuði hafa aldrei verið fleiri á þessum árstíma frá því mælingar hófust. Á Akureyri er sömu sögu að segja og Akureyringar ættu því að geta unað vel við sitt litarhaft.

Júlímánuður var mjög hlýr á landinu og hitinn yfir meðallagi samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Að tiltölu var kaldast austanlands. Þó mánuðurinn hafi ekki verið jafnþurr og júní var úrkoman alls staðar undir meðallagi. Vindur var einnig undir meðallagi í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×