Innlent

Hugbúnaður gerir fólki kleift að senda hinstu kveðjur sínar

Sveinn Kristjánsson, stofnandi When Gone, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi þar um nýstárlegan hugbúnað sem fyrirtækið þróar nú en það gerir fólki kleift að taka upp sín hinstu skilaboð.

„Í sinni einföldustu mynd þá bíður hugbúnaður fólki að taka upp skilaboð með litlum fyrirvara og án þess að einhver viti, segir Sveinn. „Ef notandinn fellur þá kemur kerfið skilaboðunum áleiðis."

Sveinn segir að Ísland sé afar hentugur staður til að reka slíka þjónustu. Þjóðskráin gegni lykilhlutverki í þeim efnum. Um leið og andlát er skráð í þjóðskrá fær fyrirtækið skilaboð og í kjölfar eru skilaboðin birt. Þá segir hann að skilaboðin geti verið af ýmsum toga, allt fá myndbandsupptökum til skrifaðra skilaboða.

Tilurð verkefnisins er af persónulegum toga en Sveinn greindist með heilaæxli á sínum tíma.

„Ég átti 14 mánaða strák og konan mín var gengin níu mánuði á leið," segir Sveinn. „Ég sá fram á það að sonur minn myndi ekki muna eftir mér. Þess vegna langaði mig að senda honum og væntanlegri dóttur minni skilaboð."

„Það sem þetta kerfi veitir fólki og aðstandendum þeirra ákveðna hugarró. Þetta léttir á ástvinum og aðstandendum þegar höggið kemur."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Svein hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×