Innlent

Búast við þrettán þúsund manns á Selfossi um helgina

Frá Selfossi í dag.
Frá Selfossi í dag. mynd/Jóhann K Jóhannsson
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi um helgina. Hátt í sex þúsund manns eru nú samankomin á svæðinu. Mótið verður formlega sett annað kvöld en formaður UMFÍ gerir ráð fyrir að um 13 þúsund manns muni heimsækja landsmótið í ár.

Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, segir að skipulagning mótsins hafi gengið eins í sögu. Er þetta í fyrsta sinn sem landsmót unglinga er haldið á Selfossi.

Keppt verður í 14 greinum en Helga bendir á að nokkrar nýstárlegar keppnisgreinar verða til staðar á mótinu. „Það verður keppt bæði í stafsetningu og upplestri," segir Helga og bætir við: „Ungmennafélag Ísland snýst ekki aðeins um íþróttir, heldur einnig menningu."

„Keppendur á mótinu eru ellefu til 18 átján ára en það verða sérstakir frjálsíþróttaleikar sem og sundleikar fyrir tíu ára og yngri."

Þá verður einnig nóg að gera fyrir þá sem ekki koma á landsmót til að keppa í íþróttum því UMFÍ mun einnig bjóða upp á listasmiðju, gönguferðir og karíókí-keppni."

„Allir fjölskyldumeðlimir geta fundið eitthvað fyrir sitt hæfi," segir Helga að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×