Innlent

Landinn fer rólegur inn í Verslunarmannahelgi

mynd/daníel
Verslunarmannahelgi er nú á næsta leiti. Umferð hefur aukist um Selfoss og Borgarnes en hún hefur gengið vel það sem af er kvöldi.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi um helgina. Um sex þúsund manns eru nú á mótssvæðinu en skipuleggjendur búast við að um þrettán þúsund manns muni leggja leið sína á landsmótið í ár.

Þrátt fyrir þennan mikla fjölda sem nú er á Selfossi hefur umferð gengið vel. Hún hefur þyngst jafnt og þétt í dag en gert er ráð fyrir að hún muni aukast verulega strax upp úr hádegi á morgun.

Eins og sjá má er veðurspáin afar góð fyrir morgundaginn.mynd/veðurstofa
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins. Hátíðir og samkomur fara fram vítt og breitt um landið. Rjómablíðu er spáð víða og því má búast við að margir verði á faraldsfæti á morgun.

Rétt eins og á Selfossi hefur umferð um Borgarnes aukist þó nokkuð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnes hefur umferð gengið vel í dag og án teljandi óhappa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×