Innlent

Laus úr haldi og neitar sök

Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem kærður var fyrir nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt laugardags, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann var yfirheyrður síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu neitar hann sök.

Lögregla segir að það hafi ekki verið talið þjóna rannsóknarhagsmunum að halda honum lengur. Rannsókn málsins heldur þó áfram.

Stúlkan, sem er átján ára, var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku fórnarlamba nauðgana á laugardagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×