Innlent

Ronan Keating sáttur eftir Þjóðhátíð

Ronan á sviðinu í gær
Ronan á sviðinu í gær mynd/óskar p. friðriksson
Söngvarinn Ronan Keating tróð upp í Herjólfsdal í gærkvöldi við mikinn fögnuð viðstaddra en hann er sjálfur mjög sáttur með hvernig til tókst. Á Twitter-síðu sína skrifar hann að áhorfendur í Vestmannaeyjum hafi verið frábærir en söngvarinn steig á svið um klukkan 22 í gærkvöldi.

„Kominn aftur til Reykjavíkur eftir ótrúlega tónleika. Frábærir áhorfendur. Nú ætla ég að sofa í fjóra klukkutíma. Góða nótt allir. ," skrifar hjartaknúsarinn. Mikil stemming var í Herjólfsdal í gær og er talið að um 15 þúsund manns hafi verið í Dalnum þegar mest lét.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×