Innlent

105 þúsund viðskiptavinir keyptu 620 þúsund lítra

Hamagangurinn var kannski ekki alveg svona mikill í Vínbúðunum í síðustu viku því þessi mynd er tekin í Vínbúðinni í Hveragerði eftir jarðskjálftann árið 2008.
Hamagangurinn var kannski ekki alveg svona mikill í Vínbúðunum í síðustu viku því þessi mynd er tekin í Vínbúðinni í Hveragerði eftir jarðskjálftann árið 2008.
Íslendingar keyptu 620 þúsund lítra af áfengi í vikunni fyrir Verslunarmannahelgi en það er um 9 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Á föstudaginn keyptu Íslendingar 225 þúsund lítra af áfengi en það er þó minni sala en árið áður þegar keyptir voru 250 þúsund lítrar á þessum degi. Fólk var heldur skynsamara í ár því fleiri keyptu áfengið á mánudegi fram á fimmtudag. Mesta aukning er í ávaxtavíni, eða 120 prósent.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vúnbúðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að endanleg tala liggi ekki fyrir því laugardagurinn sé ekki inn í þessum tölum. Af víntegundunum sem keyptar voru í ár var bjórinn langvinsælastur en rúmlega 470 þúsund lítrar af bjór voru teknir úr hillum Vínbúðarinnar í vikunni.

Frá mánudegi til föstudags heimsóttu 105.643 viðskiptavinir Vínbúðirnar og keyptu 620 þúsund lítra af áfengi en í fyrra voru þeir 95.943 og lítrarnir 567 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×