Innlent

Margir héldu til veiða í nótt

Mörg fiskiskip héldu til veiða í nótt, en þó var heldur minni kraftur í strandveiðibátum en oft áður. Nú má aðeins veiða á þremur svæðum af fjórum, þar sem búið er að stöðva veiðar á svæðinu frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp þar sem kvótinn er búinn.

Óvenju fá skip voru á sjó um helgina þar sem gefið var helgarfrí á mörgum stærri skipum svo skipverjar gætu tekið þátt í hátíðarhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×