Innlent

Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn

BBI skrifar
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Mynd/Valli
Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa.

„Þetta var bara fínn fundur. Mikið lagt fram að undirbúningsgögnum og þess háttar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi iðnaðarráðherra, en ráðuneyti hans leiðir hópinn sem samanstendur af fulltrúum 6 ráðuneyta.

Enn getur Steingrímur lítið gefið upp um innihald gagnanna eða væntanlega stefnu hópsins. „Neinei, þetta var bara að hefjast. En nú er þetta alla vega farið af stað," segir hann. Sömuleiðis er enn erfitt að segja til um hvert umfang vinnunnar verður. „Nú leggjumst við bara yfir þessi gögn og athugum hvort eitthvað fleira vantar í sarpinn," segir hann.


Tengdar fréttir

Ráðherrar fara yfir álitamál tengd Nubo

Ríkisstjórnin samþykkti skipan samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Iðnaðarráðherra hefur ekki enn undirritað fjárfestingarsamning sem lagður var fram í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×