Innlent

Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistarf Í Ásfjalli í Hafnarfirðir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistarf Í Ásfjalli í Hafnarfirðir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/Andrés Birkir Sighvatsson
Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp.

Þar hefur eldur kraumað í mó og lággróðri síðan á laugardag, þrátt fyrir að slökkvilið hafi dælt hundruðum tonna af vatni á svæðið, sem er nokkrir hektarar.

Slökkviliðið í Súðavík var enn að störfum fram á nótt, en jarðvegurinn er orðinn svo þurr að erfitt er að slökkva í öllum glæðum.

Talið er að þyrla geti komið að góðum notum við að ráða endanlega niðurlögum eldanna.-Ekki hefur orðið tjón á mannvirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×