Innlent

Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur

mynd/Iceland Express
Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar.

Eins og við greindum frá í gær þá er flugfélagið Wow air hætt við að fljúga til Kaupmannahafnar í vetur og hefur fækkað ferðum til London niður í eina.

Tvær ferðir verða til Berlínar í viku hverri og ein til Salzburgar í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×