Innlent

Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Russell Crowe er enn staddur á Íslandi.
Russell Crowe er enn staddur á Íslandi. mynd/ jóhann k. jóhannsson
Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum.

Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. Hann Aronofsky virðist samt sem áður hafa skellt sér til Vestmannaeyja og birtir myndir þaðan, þar sem hann heldur meðal annars á lunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×