Innlent

Slökkviliðið kallað að mannlausum fiskibát

GS skrifar
Svo virtist sem reyk legði frá mannlausum fiskibát á Húsavík.
Svo virtist sem reyk legði frá mannlausum fiskibát á Húsavík.
Slökkvilið Húsavíkur var kallað út seint í gærklvöldi að mannlausum fiskibáti, sem þar var í höfn, eftir að svo virtist sem reyk legði upp af honum. Í ljós kom að slökkvikerfi þar um borð hafði farið í gang og sprautað einskonar dufti vítt og breitt, meðal annars um vélarrúmið. Svona kerfi á ekki að geta farið sjálfkrafa í gang, því duftið étur upp súrefni og getur því reynst mönnum lífshættulegt. Eigendur bátsins unnu að hreinsun um borð í alla nótt og farið verður yfir kerfið áður en haldið verður úr höfn. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×