Innlent

Hvítabjörnum stafar ógn af hnattrænni hlýnun

BBI skrifar
Mynd/Terry Debruyne
Ný rannsókn sýnir að hvítabirnir eru eldri tegund en áður var talið en hún hefur reglulega blandast brúnbjörnum gegnum aldirnar. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að stofnstærð hvítabjarna hefur breyst í takt við loftslagsbreytingar og þróun jökla.

Þetta kemur fram í rannsókn sem vísindamenn frá 13 háskólum og stofnunum komu að. Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði, tók þátt í verkefninu fyrir hönd Háskóla Íslands.

Rannsóknargögn sýna að hvítabirnir þróuðust frá brúnbjörnum fyrir 4-5 milljónum ára, sem er mun fyrr en áður var talið. Hins vegar er talið að erfðablöndun hafi átt sér stað allar götur síðan, þar sem hvítabirnir sem urðu strandsettir þegar hafísþekja minnkaði í Norðuríshafi á hlýskeiðum æxluðust ítrekað brúnbjörnum, sem höfðu leitað norðar á hnettinum þegar hlýnaði.

Ættartré bjarndýra. Gráskyggð svæði merkja erfðablöndun milli tegundanna af og til eftir að skildi milli stofnanna fyrir 4-5 milljón árum.Mynd/Penn State University
Samkvæmt rannsókninni er stofnstærð hvítabjarna í dag mun minni en hún var á ísöld. Hvítabjörnum nútímans stafar því veruleg ógn af minnkun búsvæða vegna hnattrænnar hlýnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×