"Eldurinn læsir sér í ræturnar og fer niður í jörðina“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Hafþór Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2012 21:04 Slökkvilið Súðavíkur hefur ásamt bóndanum á Látrum barist við sinuelda í hátt í viku. Slökkviliðsstjórinn segir verkefnið eitt það erfiðasta sem hann hafi lent í og óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag. Slökkviliðið hefur síðan á föstudaginn barist við sinuelda í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Eldur kviknaði þá í mosa og gróðri við Laugarbólsvatn. Hann breiddist nokkuð hratt út enda jörð mjög þurr eftir langvarandi þurrka. Líkt og sést á þessum myndum sem Heiðar B. Jónsson tók þá. Síðan á föstudaginn hafa slökkviliðsmenn barist við sinueldana. Þeir hafa unnið á vöktum og dælt hátt í átta hundruð tonnum af vatni á svæðið á hverjum degi. „Þetta er erfitt verk. Langerfiðasta verkefni sem ég hef lent í," segir Barði Ingibjartsson, slökkviliðsstjóri.Í hverju logar? spyr fréttamaður. „Það byrjar þannig að gróðurinn logar fyrst. En svo eru rætur og annað. Þetta er mest fjalldrapi hér og svo berjalyng. Eldurinn læsir sér í ræturnar og fer niður greinarnar og niður í jörðina og er á kafi í þúfunum. Svo er þetta bara glóð," segir hann. Hann segir ljóst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, annað hvort vegna sígarettuglóðar eða út frá grilli. Hátt í þriggja hektara landsvæðið hefur nú brunnið. Tekist hefur að koma í veg fyrir að eldurinn breiði úr sér og því hafa hvorki mannvirki né tún verið í hættu. Í gær leit út fyrir að búið væri að ná tökum á eldinum en þá bætti í vind. Í dag var því óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og var þyrla send á svæðið til að aðstoða við slökkvistarfið skömmu fyrir fréttir. „Við vorum nú mjög bjartsýnir í gærkvöldi. En það er erfitt að eiga við þetta núna, þessa glóð sem eftir er. Um leið og vindurinn kemur þá blossar eldur upp úr glóðinni," segir Barði. Tengdar fréttir Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag. 8. ágúst 2012 15:08 Þyrlan lögð af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi. 8. ágúst 2012 18:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Slökkvilið Súðavíkur hefur ásamt bóndanum á Látrum barist við sinuelda í hátt í viku. Slökkviliðsstjórinn segir verkefnið eitt það erfiðasta sem hann hafi lent í og óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag. Slökkviliðið hefur síðan á föstudaginn barist við sinuelda í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Eldur kviknaði þá í mosa og gróðri við Laugarbólsvatn. Hann breiddist nokkuð hratt út enda jörð mjög þurr eftir langvarandi þurrka. Líkt og sést á þessum myndum sem Heiðar B. Jónsson tók þá. Síðan á föstudaginn hafa slökkviliðsmenn barist við sinueldana. Þeir hafa unnið á vöktum og dælt hátt í átta hundruð tonnum af vatni á svæðið á hverjum degi. „Þetta er erfitt verk. Langerfiðasta verkefni sem ég hef lent í," segir Barði Ingibjartsson, slökkviliðsstjóri.Í hverju logar? spyr fréttamaður. „Það byrjar þannig að gróðurinn logar fyrst. En svo eru rætur og annað. Þetta er mest fjalldrapi hér og svo berjalyng. Eldurinn læsir sér í ræturnar og fer niður greinarnar og niður í jörðina og er á kafi í þúfunum. Svo er þetta bara glóð," segir hann. Hann segir ljóst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, annað hvort vegna sígarettuglóðar eða út frá grilli. Hátt í þriggja hektara landsvæðið hefur nú brunnið. Tekist hefur að koma í veg fyrir að eldurinn breiði úr sér og því hafa hvorki mannvirki né tún verið í hættu. Í gær leit út fyrir að búið væri að ná tökum á eldinum en þá bætti í vind. Í dag var því óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og var þyrla send á svæðið til að aðstoða við slökkvistarfið skömmu fyrir fréttir. „Við vorum nú mjög bjartsýnir í gærkvöldi. En það er erfitt að eiga við þetta núna, þessa glóð sem eftir er. Um leið og vindurinn kemur þá blossar eldur upp úr glóðinni," segir Barði.
Tengdar fréttir Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag. 8. ágúst 2012 15:08 Þyrlan lögð af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi. 8. ágúst 2012 18:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Sina brennur á þriggja hektara svæði - vilja aðstoð þyrlunnar Vonast er til þess að aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar fáist til þess að slökkva í sinu sem logar á hátt í þriggja hektara svæði í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Sinan hefur verið að brenna frá því á föstudag. 8. ágúst 2012 15:08
Þyrlan lögð af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi. 8. ágúst 2012 18:06