Innlent

Hinsegin dagar hófust með veitingu Mannréttindaviðurkenninga

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Valli
Samtökin '78 veittu í kvöld þrenns konar mannréttindaviðurkenningar á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói. Þetta er í sjötta sinn sem Mannréttindaviðurkenning Samtakanna '78 eru veitt.

Fréttamiðillinn Mbl.is hlaut verðlaun í flokki aðila og fyrirtækja sem standa utan við Samtökin. Mbl.is hlaut verðlaunin fyrir að sinna málefnum hinsegin fólks óvenju vel með þáttargerð, fyrst um samkynhneigða og þá um transfólk.

Óttar Guðmundsson, geðlæknir, hlaut verðlaun í flokki einstaklinga utan Samtakanna. Hann hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til málefna transfólks en hann hefur síðustu ár fylgt fólki í gegnum ferlið til kynleiðréttingar.

Loks hlaut Anna Kristjánsdóttir verðlaun í flokki fólks sem stendur innan Samtakanna. Hún hlaut verðlaun sín fyrir framlag til baráttu samkynhneigðra en hún er sögð andlit sem fólk tengir við baráttuna.

Á opnunarhátíðinni var margs kyns dagskrá, tónlistar- og dansatriði auk þess sem umrædd verðlaun voru veitt. Með þessu hófust hinsegin dagar 2012 sem standa munu næstu daga og ná að líkindum hámarki sínu á laugardaginn með skrúðgöngunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.