Innlent

Banaslys á Steingrímsfjarðarheiði

Íslenskur karlmaður beið bana og tveir útlendingar slösuðust mjög alvarlega þegar bíll valt út af þjóðveginum um Steingrímsfjarðarheiði, Hólmavíkurmegin, seint í gærkvöldi.

Fólkið var flutt með sjúkrabíl á flugvöllin í Hólmavík, þangað sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti það og flutti á slysadeild Landsspítalans.

Útlendingarnir eru karl og kona, sem líklega hafa fengið far með bílnum og um tíma var óttast að konan lifði ekki af.

Ekkert er enn vitað um tildrög slyssins þar sem ekki hefur verið hægt að ræða við fólkið, sem komst af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×