Innlent

Fjórar lögreglukonur á vakt

Glæsilegar á vaktinni
Glæsilegar á vaktinni Mynd/dfs.is
Fimm lögreglumenn eru á vakt hjá lögreglunni á Selfossi í dag sem er kannski ekki svo óeðlilegt yfir sumartímann. En af þessum fimm lögreglumenn eru fjórar konur. Það hefur ekki áður gerst í sögu lögreglunnar í Árnessýslu að svo margar konur séu saman á vakt innan lögreglunnar.

Vaktin í dag heitir A-vakt og samkvæmt fréttamiðlinum DFS.is munu lögreglukonurnar sinna hefðbundn umferðareftirliti í sýslunni í dag, auk þess að sinna öðrum verkefnum sem koma upp á.

Eini karlmaðurinn á vaktinni, er Heiðar Bragi Hannesson, varðstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×