Innlent

Þrír hvalir strönduðu í flæðamálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvalaskoðunarbátar frá Reykjavík, sem var fullur af ferðamönnum, sigldi full nærri grindhvalavöðunni sem stödd er út af Leyni á Akranesi um tíuleytið í morgun. Fram kemur á vef Skessuhorns að styggð hafi komið að hvölunum og þeir stefnt í land. Þrír hvalir strönduðu þá í flæðarmálinu sunnan við Höfða en tveir menn á vöðlum óðu út og komu þeim til bjargar.

Andrea, annar hvalaskoðunarbátur úr Reykjavík kom einnig að vöðunni, en fór ekki eins nærri og sá fyrri. Menn á tveimur trillum reyna nú að stugga við hvölunum þannig að þeir stefni á haf út. Fjölmenni fylgist með vöðunni við Leyni og Höfða enda afar fátítt að stór hvalavaða komi svo nærri landi á Akranesi.

Smelltu á hnappinn „horfa á myndskeið með frétt" til að sjá myndir af hvalavöðunni sem Valentínus Ólason tók í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×