Innlent

Slökkviliðið fékk lykla að Laugaveginum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið fékk í morgun lykla af hliðum á Laugaveginum en slökkviliðsmenn höfðu gagnrýnt að Laugaveginum væri lokað og neyðarbílar kæmust ekki í gegnum hliðin. Höskuldur Einarsson, hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir þó æskilegast ef hægt væri að opna hliðin með fjarstýringu því seinlegt sé fyrir slökkviliðsmenn að stökkva út úr bíl og opna tvískipt hlið ef eitthvað ber útaf. Fulltrúar slökkviliðsins og Reykjavíkurborgar ætla að hittast til þess að ræða þessi mál í þaula.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×