Innlent

Niðurskurður haft veruleg áhrif á störf lögreglunnar

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fækkun afbrota þá sé ljóst að fækkun starfsmanna hafi haft veruleg áhrif á ýmsa þætti.

Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2011.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur frá stofnun starfað á grunni skýrra markmiða og lagt áherslu á nokkur lykilatriði í sínum störfum til að tryggja sem best að þeim markmiðum verði náð," ritar Stefán. „Þetta hefur að miklu leyti gengið vel eins og sjá má í þessari ársskýrslu, á fyrirliggjandi tölum um fækkun afbrota og því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar og hennar starfa."

Þá segir Stefán að lögreglan hafi staðið frammi fyrir afar krefjandi verkefnum á undanförnum árum - árangur sé því áhugaverður í ljósi mikils niðurskurðar. Hann bendir á að öll stoðþjónusta embættisins hafi liðið fyrir niðurskurðinn.

Hann telur þó vera vilja til að bæta úr stöðu mála: „Þingmenn og aðrir ráðamenn láta oft í sér heyra um málefni lögreglunnar og ég skynja í þeim orðum skilning á stöðu lögreglunnar," ritar Stefán. „Sá skilningur þarf að vera bæði í orði og á borði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×