Innlent

Víða farið að hvessa og versnar fram eftir kvöldi

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Farið er að hvessa all verulega á suðurlandi og mun veðrið halda áfram að versna fram eftir kvöldi. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur fólk til að halda kyrru fyrir.

Veðurstofan segir að búast megi við hvössum vindi og snörpum vindhviðum sunnan og vestantil í kvöld með allmikilli rigningu. Nú rétt fyrir fréttir var veður farið að versna á Suðurlandi og mun halda áfram að hvessa í Reykjavík á næstu klukkustundum með mikilli úrkomu.

„Þetta gengur samt hratt yfir landið, á að koma svona 8-9 hérna og ganga hratt niður eftir miðnætti en talað erum að þetta verði yfir 20 metrar, og jafnvel 30-35 í hviðum," segir Jónas Guðmundsson hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. „Þannig það er full ástæða fyrir fólk að slappa bara aðeins af og fergja lausamuni og vera ekkert á þvælingi að óþörfu."

Til dæmis sé mikilvægt að binda niður trampólín, grill og garðhúsgögn auk þess sem fólk á ferð í bílum með eftirvagna ætti að halda kyrru fyrir á meðan versta veðrið gengur yfir.

Verðið þið með einhvers konar viðbúnað útaf þessu? „Nei, við erum ekki með sérstakan viðbúnað, við erum alltaf með 2-3 þúsund manns á vakt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×