Innlent

Hvassast undir Eyjafjöllum í gær

Undir Eyjafjöllum. Séð frá þjóðveginum.
Undir Eyjafjöllum. Séð frá þjóðveginum. mynd/GVA
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að spár hafi sannarlega ræst í gær. Undir Eyjafjöllum fóru hviður upp í 40 metra á sekúndu, að sama skapi fóru hviður í Vestmannaeyjabæ yfir 30 metra á sekúndu.

Meðalvindur á landinu var ekki hár þegar óveðrið stóð sem hæst en hviður voru aftur á móti afar hvassar. Þá hrósar veðurfræðingur fólki um allt sem land sem gekk frá lausamunum og gerðu hlé á ferðalögum sínum á meðan stormurinn gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×