Innlent

Illa gengur að manna við grunnskólann á Ísafirði

BBI skrifar
Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur hafnað öllum umsóknum um starf námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði. Þetta var í annað sinn sem starfið var auglýst til umsókna.

Þrír sóttu um starfið, allir heimamenn. Fengið var álit mennta- og menningarmálaráðuneytisins á umsækjendum. Álitið barst í síðustu viku en þar kom fram að aðeins þeir sem hafa lokið námi í náms- og starfsráðgjöf hafa rétt til að gegna slíkum störfum. Þar sem enginn umsækjenda hafði slíka menntun var bæjarráði Ísafjarðarbæjar sá kostur nauðugur að hafna öllum umsóknum.

Illa hefur gengið að manna stöðuna en þetta var í annað sinn sem starfið var auglýst. Starfið verður auglýst aftur enda þarf að ráða einhvern við skólann. Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs í bænum hefur fengið það verkefni að fara yfir málið en til greina kemur að auglýsa næst eftir skólaráðgjafa. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er munurinn á skólaráðgjafa og námsráðgjafa svipaður og munurinn á leiðbeinanda og kennara. Skólaráðgjafi þarf því ekki að hafa sambærilega menntun og námsráðgjafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×