Innlent

Ólafur og Katrín verða viðstödd setningu Ólympíuleikanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetahjónin. Þau voru viðstödd Ólympíuleikanna í Peking þar sem Dorrit hreif íslensku þjóðina.
Forsetahjónin. Þau voru viðstödd Ólympíuleikanna í Peking þar sem Dorrit hreif íslensku þjóðina. mynd/ vilhelm.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verða viðstödd setningu Ólympíuleikanna, sem hefjast í London á föstudag.

Forsetinn hefur áður verið viðstaddur Ólympíuleikana. Forsetahjónin, Ólafur og Dorrit Moussiaeff, voru meðal annars í Peking fyrir fjórum árum. Það var þá sem Ísland vann hverja stórþjóðina á fætur annarri í handbolta og Dorrit vann endanlega huga og hjörtu landsmanna þegar hún sagði að Ísland væri „stórasta land í heimi".

Katrín er aftur á móti að fara í fyrsta skipti, en hefð er fyrir því að ráðherra íþróttamála fari frá Íslandi. Katrín segist hlakka til. „Þetta er örugglega einstök lífsreynsla. Það er gaman að fylgjast með. Þetta er stór hópur af íslenskum keppendum og stærri en maður þorði að vona," segir Katrín.

Katrín verður við setninguna og nær líklegast fyrstu viðburðunum hjá íslensku keppendunum. Það verða keppnir í sundi, badminton og svo fyrsti handboltaleikurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×