Innlent

Björgunarskip kemur með línubátinn til hafnar fyrir hádegið

Björgunarskip Landsbjargar frá Rifi á Snæfellsnesi er væntanlegt til heimahafnar um tíu leitið með rúmlega hundrað tonna línubát í togi, eftir að báturinn fékk veiðarfærin í skrúfuna í fyrrinótt og varð vélarvana.

Báturinn var þá djúpt vestur af Breiðafirði og eru sjö menn í áhöfn. Þrátt fyrir gott veður, hefur heimferðin gengið eitthvað hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, en engin óhöpp hafa þó tafið för.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×