Innlent

Ökumaður slapp ómeiddur úr bílveltu

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bíll hans valt á hvolf í hringtorgi við Rauðavatn í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt.

Bíllinn staðnæmdist á hvolfi og var slökkviliðið kallað á vetvang til að hreinsa upp ólíu, sem hafði lekið úr honum og til að hreinsa upp glerbrot.

Tildrög þessa liggja ekki fyrir, en ökumaðurinn afþakkaði aðstoð sjúkraflutningamanna, sem mættu á vettvang á sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×