Innlent

Fleira en vatnsskortur veldur minni laxagengd

Það er eitthvað fleira í lífríkinu en vatnsskortur, sem veldur þvi að töluvert minna er um lax í flestum ám en í fyrra.

Lengi vel virtust Elliðaárnar ætla að halda dampi, en svo brá við á stórstreymi nýverið að mun færri laxar fóru þar um teljarann en á sama tíma í fyrra, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.

Á þessum straumi í fyrra gengu 15 hundruð laxar í ánna, en aðeins 920 núna. Næsti stórstraumur er þriðja ágúst og bíða menn nú í ofvæni eftir því hvað gerist þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×