Innlent

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar í ágúst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar.
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Hótel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, í Reykjavík laugardaginn 25. ágúst. Um er að ræða fund sem boðaður hafði verið í júníbyrjun. Á fundinum verða ræddar tillögur um reglur um val á framboðslista, tillaga um sátta- og siðanefnd, tillaga um uppfærða aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks og kosningavorið 2013 ásamt öðrum póltískum málefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×