Innlent

Stórafmæli Ray Cup fagnað með tónleikum

Jón Jónsson og hljómveitin Retro Stefson munu troða upp á opnum útitónleikum í Laugardalnum í Reykjavík í dag. Tilefnið er 10 ára afmæli knattspyrnumótsins Ray Cup.

Um tvö þúsund knattspyrnumenn og konur, íslenskir sem og erlendir, eru nú samankomnir í Laugardalnum. Knattspyrnumótið er haldið fyrir fólk undir 16 ára aldri og hefur sest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður landsins ár hvert.

Tónleikarnir eru opnir öllum og er þjóðinni boðið í Laugardalinn til að halda upp á þetta stórafmæli. Herlegheitin hefjast klukkan 19:00 en tónleikarnir fara fram fyrir aftan félagsheimili Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×