Innlent

Barnadagurinn haldinn í Viðey á sunnudag

Viðey
Viðey
Barnadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Viðey, sunnudaginn 29. júlí næstkomandi. Sú hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimum fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem þeim er að skapi.

Trúður munu heimsækja eyjuna og leika við börnin, þá verður töframaður einnig á svæðinu.

Veðurspáin lofar góðu og því verður vafalaust mikið um dýrðir þegar fjölskyldurnar rölta um móana og tína saman blómvönd fyrir villiblómavandarkeppnina sem haldin verður.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar vefsíðunni Viðey.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×