Yfir þúsund farþegar á einum degi 27. júlí 2012 15:11 mynd/Norðusiglingar Ferðamannatíðin stendur nú sem hæst og svo virðist sem að áhugi ferðafólks á hvalaskoðun fari vaxandi. Fyrirtækið Norðursigling sem ferjað hefur fólk um hvalaslóðir frá árinu 1995 sló met á miðvikudaginn. Rúmlega þúsund ferðamenn skelltu sér þá í siglingu. „Við fluttum yfir eitt þúsund ferðamenn, 956 á Húsavík og aðra 66 með Knerrinum sem siglir frá Ólafsfirði," segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. „Þetta gekk eins og smurt og hvalur sást í hverri einustu ferð. Við fengum bátinn Húna frá Akureyri til liðs við okkur og það hjálpaði mikið.“ Norðursigling hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Þá hefur farþegum fjölgað milli ára og bátum fyrirtækisins fjölgað úr einum í sex. Það eru því mikil tíðindi fyrir örtstækkandi fyrirtæki þegar met eins og þetta er slegið. „Við höfum unnið mikið markaðsstarf á síðustu árum," segir Þorsteinn. „Í þessu tilfelli var búin að vera bræla í tvo daga áður og því voru margir sem ekki komust í siglingu. En þegar færi gafst reyndum við að koma öllum þeim sem vildu í hvalaskoðun."mynd/NorðursiglingÞá bendir Þorsteinn á að Húsavík sé einstakur staður fyrir hvalaskoðun og flóinn fullur af lífi. Náttúrufegurð svæðisins sé einstök og laði ferðamenn í bæinn. „Þetta er auðvitað alveg ótrúlega gaman og það er frábært að sjá hversu hæft starfsfólk við erum með. Og það er gaman að sjá hlutina ganga vel fyrir sig." Þá er vert að benda á að ferðamannavertíðin hefur einnig verið góð hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Gentle Giants sem einnig er staðsett á Húsavík. Stökkvandi höfrungar og hnúfubakar hafa glatt farþega í ferðum fyrirtækisins. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um Norðursiglingu hér. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ferðamannatíðin stendur nú sem hæst og svo virðist sem að áhugi ferðafólks á hvalaskoðun fari vaxandi. Fyrirtækið Norðursigling sem ferjað hefur fólk um hvalaslóðir frá árinu 1995 sló met á miðvikudaginn. Rúmlega þúsund ferðamenn skelltu sér þá í siglingu. „Við fluttum yfir eitt þúsund ferðamenn, 956 á Húsavík og aðra 66 með Knerrinum sem siglir frá Ólafsfirði," segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. „Þetta gekk eins og smurt og hvalur sást í hverri einustu ferð. Við fengum bátinn Húna frá Akureyri til liðs við okkur og það hjálpaði mikið.“ Norðursigling hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Þá hefur farþegum fjölgað milli ára og bátum fyrirtækisins fjölgað úr einum í sex. Það eru því mikil tíðindi fyrir örtstækkandi fyrirtæki þegar met eins og þetta er slegið. „Við höfum unnið mikið markaðsstarf á síðustu árum," segir Þorsteinn. „Í þessu tilfelli var búin að vera bræla í tvo daga áður og því voru margir sem ekki komust í siglingu. En þegar færi gafst reyndum við að koma öllum þeim sem vildu í hvalaskoðun."mynd/NorðursiglingÞá bendir Þorsteinn á að Húsavík sé einstakur staður fyrir hvalaskoðun og flóinn fullur af lífi. Náttúrufegurð svæðisins sé einstök og laði ferðamenn í bæinn. „Þetta er auðvitað alveg ótrúlega gaman og það er frábært að sjá hversu hæft starfsfólk við erum með. Og það er gaman að sjá hlutina ganga vel fyrir sig." Þá er vert að benda á að ferðamannavertíðin hefur einnig verið góð hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Gentle Giants sem einnig er staðsett á Húsavík. Stökkvandi höfrungar og hnúfubakar hafa glatt farþega í ferðum fyrirtækisins. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um Norðursiglingu hér.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira